Aðventukvöld í Árósum, miðvikudagskvöldið 7. des kl 20:00

Nú er jólamánuðurinn genginn í garð. Honum fylgja ýmsir gallar svo sem stress og asi en svo er það hitt, maturinn. Matur er góður. Sérstaklega sá matur sem við eldum úr okkar eigin bráð. Hvort sem það er fugl eða fiskur þá er alltaf gaman að nostra svoldið við þetta og ég vona að Ármenn eyði ekkert minni tíma í eldamennsku en við veiðarnar. Allavega hef ég bætt á mig nokkrum línuþyngdum eftir að ég byrjaði í þessum dásamlega félagsskap okkar enda er Hlíðarvatnsbleikjan með eindæmum feit og fín - eða kannski er það kexið í Árósum. Það er því við hæfi að kalla til meistara í villibráðarmatreiðslu til að opna hug okkar enn meira varðandi matseldina.

Úlfar Finnbjörnsson endurútgefur Stóru villibráðarbókina sína enn eitt árið en hefur nú bætt við kafla með uppskriftum að laxi, selungi og ál. Hann ætlar að heiðra okkur með komu sinni en hafið það í huga að þegar hann er með bókarkynningu þá er nánast öruggt að eitthvað smakk rati með á borðið.

Og svo til að róa taugarnar mun Eyþór Árnason veiðimaður, sem er að gefa út fjórðu ljóðabók sína núna, lesa nokkur sérstaklega vel valin ljóð fyrir okkur. Bókin "Ég sef ekki í draumheldum náttfötum" inniheldur meðal annars ljóð um Vatnsdalsá, Svartá og svo bregður Kolbeini Grímssyni einnig fyrir. Sofa Ármenn nokkuð í draumheldum náttfötum?

Árni formaður lofar jólakrydduðu súkkulaði og eitthvað viðbit verður að sjálfsögðu með því.
Miðvikudagskvöldið 30. nóvember klukkan 20:00, verður veiðisvæðakynning í félagsheimili okkar Árósum.

Leigutaki Fossár í Þjórsárdal mætir og spjallar um vatnsfallið í máli og myndum, greinir frá vænlegum veiðistöðum og hvernig eigi að bera sig fram við veiðarnar.
Fossá er krefjandi á þar sem nokkuð er af bleikju og vænum urriða upp á efra svæði sem og lax og sjóbirting fyrir neðan Hjálparfoss.
Ármenn munu bjóða upp á leyfi í ánni í veiðileyfaframboði næsta árs þannig að þeir sem hafa áhuga ættu að nýta sér þetta kvöld til að afla sér fróðleiks.
Einn Ármaður mun síðan detta á bólakaf í veiðileyfalukkuhylinn.

+ Kökur, kaffi og kannski te.

Minnum einnig á votflugu- og léttpúpuhnýtingar sem verður þema næsta Skeggs og skotts 5. des.
Nú er starfið hjá okkur að hefjast að fullu og annaðkvöld, miðvikudagskvöldið 23. nóvember 2016, verður ÁRVÍK hf. með fróðleikstengda vörukynningu á vörum til stangveiði í ÁRÓSUM, húsakynnum Ármanna í Dugguvogi 13. Húsið opnar kl. 20:00.

Við komuna verða gestir skráðir þátttakendur í happdrætti sem fer fram í lok kynningarinnar. Fyrstu verðlaun eru gjafabréf að fjárhæð kr. 30.000 en önnur verðlaun eru gjafabréf að fjárhæð kr. 15.000. Einnig verða ýmsar vörur úr kynningunni verðlaun í happdrættinu.

Þess er vænst að gestir taki þátt í kynningunni með umræðum og fyrirspurnum. Í lok kynningar verða kaffiveitingar.
Nś er komiš aš žvķ aš vetrarstarf okkar Įrmanna hefjst og er žaš Skegg og skott sem į leikinn. Kaffivélin veršur ķ gangi frį kl 20 og eitthvaš frameftir og eflaust verša einhverjar kexkökur žar lķka. Skegg og skott veršur sķšan įvallt į mįnudagskvöldum kl 20 lķkt og įšur og bśast mį viš żmsum hnżtingaržemum og gestahnżturum. Endilega dragiš įhugasama hnżtara meš ykkur en allir dagskrįrlišir okkar eru opnir öllum. Nįnari vetrardagskrį veršur send śt mjög svo fljótlega.
25.6.2016 - Veišidagur fjölskyldunnar
4.6.2016 - Verndarfélags Svartįr og Sušurįr ķ Bįršardal
Fleiri fréttir
Įrmenn │ Dugguvogi 13 │ 104 Reykjavķk │ Sķmi 568 6051 │