Jæja veiðimenn og konur.

Það þarf víst ekki að minna ykkur á Vorblótið okkar sem verður haldið á morgun, laugardaginn 16. apríl klukkan 14:00 í Árósum.
Það verða kaffi og kökur og örugglega ein ef ekki tvær stórar mæjónes og reyktur og grafinn og síðast en ekki síst happdrættið mikla.
Nýjir miðar líta dagsins ljós og margir munu ganga út með fangið fullt af vinningum og mettan maga.

Svo næsta laugardag, þann 23. apríl verður hreinsunardagur í Hlíðarvatni þar sem farið verður yfir svæðið, dyttað að Hlíðarseli og öðrum eignum og sett í gírinn fyrir sumarið. Ef viðrar til málningarvinnu þá munum við nýta okkur það. Eitthvað heitt matarkyns verður á boðstólum.
Að vanda er síðan venjan að vinnufúsar hendur veiði örlítið en varlega þó. Bara svona 5-6 fiskar á mann.
Í dag birtist í Fréttablaðinu (bls 24),  grein þar sem LS og LV lýsa sameiginlegum áhyggjum sínum á þróun mála í sjókvíaeldi laxfiska við landi.
Þetta er stórt mál sem allir stangveiðimenn ættu að láta sig varða.
Textann er einnig að finna hér á vefnum okkar
Óseldir eru hvítu dagarnir.
Verðið er 5000 kr stöngin í maí og júní. 2000 kr stöngin á virkum dögum í júlí, ágúst og september en 4000 um helgar.
Nánari upplýsingar um dagana, æskilega hegðun veiðimanna og pöntunarferlið er að finna hér á undirsíðu.

8.3.2016 - Ašalfundur Įrmanna 2016
22.1.2016 - Um veišileyfi 2016
Fleiri fréttir
Įrmenn │ Dugguvogi 13 │ 104 Reykjavķk │ Sķmi 568 6051 │